Nýkrýndir bikarmeistarar Fram voru ekki í teljandi vandræðum með ÍBV þegar liðin mættust í Eyjum í kvöld. Reyndar náðu Eyjastúlkur að stríða Framliðinu lengi vel en styrkleikamunurinn á liðunum var hins vegar of mikill til að úr yrði spennandi leikur. Lokatölur urðu 24:33 eftir að staðan í hálfleik var 11:16.