Vel var mætt á fundinn og brunnu ýmsar spurningar á fundarmönnum sem frambjóðendurnir svöruðu fimlega. Árni, sem hefur verið lítt áberandi í baráttu Sjálfstæðismanna, var m.a. spurður að því hvort það væru ekki tæknileg mistök hjá flokknum að nota hann ekki meira í kosningabaráttunni. Árni tók orðalagi spurningarinnar létt og taldi eðlilegt að ný andlit, í baráttusætum, bæru hitann og þungann af baráttunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst