Funda loks með Eyjamönnum
HS_veit_bill_logo_24_IMG_4443_min
Skrifstofur HS Veitna í Vestmannaeyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

HS Veitur hafa nú auglýst opinn íbúafund í Vestmannaeyjum. Fram kemur í auglýsingunni að á fundinum ætli forsvarsmenn fyrirtækisins að fjalla um veiturnar í Eyjum sem sjá íbúum og atvinnulífi fyrir rafmagni, hita og vatni. Hver staðan sé og hver framtíðin sé í rekstri þessa mikilvægu innviða.

Fyrirtækið hefur verið mikið í umræðunni í Eyjum sl. mánuði, sér í lagi vegna mikilla hækkana félagsins á gjaldskrá til notenda í Eyjum. Ekki hefur reynst mögulegt að fá rökstudd gögn frá fyrirtækinu sem eiga að liggja til grundvallar liðlega 30% hækkunum sl. mánuði.

Undanfarna mánuði hefur verið þrýst á forsvarsmenn HS Veitna að koma til Eyja og fara yfir málin með bæjarbúum. Það má því búast við fjölmennum fundi í Eldheimum á miðvikudaginn næstkomandi kl. 17.30.

https://eyjar.net/eyjar-net-bida-enn-svara-raduneytisins/

https://eyjar.net/kalda-vatnid-468-dyrara-i-eyjum/

https://eyjar.net/hs-veitur-hafa-haekkad-eigid-fe-handvirkt-um-64-milljarda/

https://eyjar.net/rumlega-30-haekkun/

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.