Miðvikudaginn 16. nóvember verða stórtónleikar í Hörpu, helgaðir minningu Oddgeirs Kristjánssonar, tónskálds, sem hefði orðið 100 ára þann dag. Tónleikarnir verða í Eldborg, stærsta sal Hörpu, og stíga á svið landsþekktir söngvarar með 15 manna hljómsveit sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnar auk þess sem hann útsetur öll lögin sem flutt verða þetta kvöld. Tónleikarnir verða svo endurteknir í Höllinni sunnudaginn 20. nóvember með sama fólki og fram kemur í Hörpu.