Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi mun taka sæti á Alþingi eftir helgi.
Aðspurður um hvaða mál hann stefni á að taka upp á þinginu segir Georg að hann hafi skoðanir á öllum málum.
„Ég hef kannski sérstakan áhuga á að ræða sjávarútvegsmálin, bæði þá staðreynd að kvótakerfið er 40 ára gamalt í ár og eins strandveiðarnar sem enn einu sinni eru í uppnámi vegna þess að ekki er staðið við gefin loforð frá því í upphafi.
Einnig heilbrigðismálin, bæði slæm fjárhagsstaða sjúkrahúsanna sem og heilsugæslunnar alla, bæði almenn heilsugæsla og sérfræðiþjónustan. Staða eldri borgara og öryrkja hefur sjaldan verið verri og kannski erfiðast við að eiga í því samhengi húsnæðismálin sem og þessir okurvextir sem eru á öllum lánum í dag sem og gríðarlega há leiga á öllu húsnæði sem losnar.
Staða Grindvíkinga er okkur öllum ofarlega í huga í dag, en öll eigum við einhver tengsl þangað og að sjálfsögðu mun ég ræða bæði samgöngumál sem og umhverfismál ásamt ýmsu öðru.“
Hvað áttu von á að vera lengi inn á þingi?
Mér er sagt að ég megi reikna með að vera a.m.k. mánuð inni á þingi í þetta skipti og veit í raun og veru ekkert meira um það.
Er Georg er spurður um hver hann telji að séu brýnustu málin í kjördæminu segir hann að brýnustu málin í kjördæminu komi svo sem flest fram sem svar við fyrstu spurningu.
„En hér í Eyjum er nokkuð augljóst að staða okkar í samgöngumálum sem og þessar gríðarlegu hækkanir á hitaveitunni, vandamálin í kring um vatnið og raforkuna og að sjálfsögðu sjávarútvegurinn, að ógleymdu þessu leiðinda máli óbyggðanefndar varðandi fjöllin okkar og að sjálfsögðu reikna ég með að taka upp þráðinn frá því síðast varðandi sjúkrahúsið okkar. Ég með margar hugmyndir þar. Örugglega er eitthvað sem ég gleymi, en ég mun að sjálfsögðu gera mitt allra besta, okkur öllum til hagsbóta.“
https://eyjar.net/2022-04-05-skurdstofan-notud-sem-geymsla/
https://eyjar.net/2022-04-05-georg-eidur-flytur-jomfruarraedu-sina-a-althingi-i-dag/




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.