Fram undan er mánaðardvöl í nóvember í vinnustofu Edvard Munchs í Osló
Um þessar mundir er Norðan- og Eyjakonan Gíslína Dögg að sýna grafíkmöppu og verk á nokkrum stöðum á Vesturlandi ásamt öðrum listakonum frá Íslandi og Noregi. Þær eru ásamt Gíslínu, Cathrine Finsrud frá Noregi, Elva Hreiðarsdóttir Íslandi, Hildur Björnsdóttir Íslandi og Noregi, Lill-Anita Olsen Noregi og Soffía Sæmundsdóttir Íslandi.
Kallar hópurinn sig Ecophilosophic Dialogues. Hópurinn var settur saman fyrir nokkrum árum til að skapa tengsl fyrir norska og íslenska listamenn til að miðla hugmyndum, þekkingu og færni og skipuleggja sýningar, vinnustofur og listamannadvöl. Allar koma listakonurnar með ólíka nálgun og tækni að borðinu þegar unnið er hlið við hlið úti í náttúrunni, heima og heiman.
Grafíkmappan, sem ber heitið BERGMÁL/EKKO var sett saman í Svíþjóð í september á síðasta ári. Var fyrst sýnd í nóvember í norska sendiráðinu á Íslandi og á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum í febrúar. Þaðan hefur sýningin farið um Vesturland, fyrst á Hellissandi í listrýminu Þrír veggir og í kirkjuna á Kolsstöðum í Hvítársíðu. Það er einstaklega skemmtilegt sýningarrými og er hópurinn sá fyrsti sem sýnir verk á þessum stað. Næsti viðkomustaður er Norska húsið á Stykkishólmi en opnunin þar verður 9. ágúst.

Að því loknu fer mappan í Íslenska sendiráðið í Osló í nóvember og á sýningu í Galleri Briskeby í Osló í janúar 2026.
Grafíkmappan samanstendur af 12 grafíkverkum og er hver listakona með tvö verk. Grafíkverkin hennar Gíslínu bera heitin „Í blóma lífsins” og „Vorskuggar” og eru þrykkt í 20 upplögum.
Í þessum verkum sjást konur sem eru í þjóðbúningum sem snúa hvor að annarri og mynda einskonar samtal eða tengingu sín á milli. Innra með konunum eru blóm frá löndunum tveimur, þ.e. Íslandi og Noregi og eru myndirnar í svarthvítu til að skapa gömul áhrif frá svart hvítum myndum, enda eru konurnar sem Gíslína hef verið að vinna með konur fyrri alda.
Undanfarið hefur Gíslína verið með verk á sýningu á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum og hluti af þeim verkum eru nú til sýnis á Listasafni Akureyrar á samsýningu 17 norðlenskra listamanna, sem ber heitið „Mitt rými“, og stendur sú sýning fram í september.
„Fram undan er svo mánaðardvöl í nóvember í vinnustofu Edvard Munchs í Osló og undirbúningur fyrir sýningu í Óðinsvé í Danmörku í apríl á næsta ári. Hún er haldin í tilefni af 50 ára afmæli Fyns Grafiske værksted og var nokkrum grafíklistamönnum af Norðurlöndunum boðin þátttaka,“ segir Gíslína Dögg.


























Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.