Gjábakkabryggja tekur á sig endanlegt form
Framkvæmdir við Gjábakkabryggju. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Framkvæmdir við Gjábakkabryggju halda áfram samkvæmt áætlun og hefur talsverður áfangasigur náðst á síðustu vikum. Í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja frá síðustu viku kemur fram að unnið hafi verið hratt og vel við móttöku og dreifingu fyllingarefnis ásamt uppsetningu á akkerisplötum.

Frá síðasta fundi ráðsins og til 30. október hefur verið keyrt um 9.000 rúmmetra af fyllingarefni í flokki II og um 4.500 rúmmetra af fyllingarefni í flokki I, auk þess sem akkerisplötur eru nú komnar á sinn stað. Verkstaða er komin í 72,5 prósent.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem m.a. er flogið yfir framkvæmdasvæðið og gefur það góða mynd af stöðu verksins. Halldór B. Halldórsson annaðist myndvinnslu en fyrst flýgur hann yfir suður hluta Heimaeyjar.

Play Video

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.