Framkvæmdir við Gjábakkabryggju halda áfram samkvæmt áætlun og hefur talsverður áfangasigur náðst á síðustu vikum. Í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja frá síðustu viku kemur fram að unnið hafi verið hratt og vel við móttöku og dreifingu fyllingarefnis ásamt uppsetningu á akkerisplötum.
Frá síðasta fundi ráðsins og til 30. október hefur verið keyrt um 9.000 rúmmetra af fyllingarefni í flokki II og um 4.500 rúmmetra af fyllingarefni í flokki I, auk þess sem akkerisplötur eru nú komnar á sinn stað. Verkstaða er komin í 72,5 prósent.
Hér að neðan má sjá myndband þar sem m.a. er flogið yfir framkvæmdasvæðið og gefur það góða mynd af stöðu verksins. Halldór B. Halldórsson annaðist myndvinnslu en fyrst flýgur hann yfir suður hluta Heimaeyjar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst