Í dag, 25. nóvember er afmælisdagur Sóleyjar Ólafsdóttur og vilja sjúkraþjálfarar í Vestmannaeyjum minnast þeirrar einstöku konu með því að færa Gleðigjöfunum 100.000 krónur að styrk.
Sóley var einstök kona og vakti athygli hvar sem hún kom fyrir einstaklega glaðlega framkomu, ósérhlífni og var samferðafólki sínu mikil fyrirmynd hvað hugarfar varðar og eru undirrituð þakklát fyrir að hafa kynnst henni og fjölskyldu hennar.
Anna Hulda Ingadóttir
Anna Ólafsdóttir
Elías J. Friðriksson
Georg Ögmundsson
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst