Gleði á árshátíð VSV
IMG 6505
Í góðum gír á árshátíð. Ljósmynd/vsv.is

Gleðin var við völd á árshátíð Vinnslustöðvarinnar um síðustu helgi. Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að hátt í 300 gestir hafi gert sér glaðan dag í Höllinni. Kvöldið hófst reyndar á Háaloftinu, og hafði Binni framkvæmdastjóri orð á því hversu margir kæmust eiginlega fyrir á Háaloftinu!

Á Háaloftinu var boðið upp á fordrykki og forréttahlaðborð. Því næst færðu gestirnir sig niður á neðri hæðina – í glæsilega skreyttan sal – þar sem borin var á borð dýrindis nautalund með öllu tilheyrandi. Elísabet Guðnadóttir og bróðir hennar, Hjálmar tóku nokkur lög sem féllu vel í kramið. Svo tóku skemmtiatriði við, þar sem veislustjórar kvöldins – þeir Jóel og Bjartmar – fóru á kostum.

Á meðan eftirréttirnir runnu ljúflega niður, skemmti Elísabet Ormslev gestum og síðan var komið að Degi Sigurðssyni að taka nokkur vel valin lög. Allt undir undirleik Gosanna, sem sáu svo um að halda uppi stuðinu á dansleik fyrir opnu húsi langt fram á nótt.

Myndasyrpu frá árshátíðinni má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.