Góð afkoma á þriðja ársfjórðungi
2. desember, 2025
Stebbi.isfelagjpg
Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins.

Ísfélag hf. skilaði góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi 2025. Skýrist það einkum af því að annars vegar gengu veiðar og vinnsla á makríl mjög vel og hins vegar aflaði Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, vel á tímabilinu, að sögn Stefáns Friðrikssonar forstjóra.

Heildarafli skipa Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi var 35.300 tonn, talsvert meiri en í fyrra, og framleiðsla jókst verulega. Á fyrstu níu mánuðum ársins námu rekstrartekjur félagsins 150,4 milljónum Bandaríkjadala og hagnaður 8,3 milljónum dala. Markaðir voru hagstæðir og verð á helstu afurðum hækkaði milli ára.

Einnig hefur verð á helstu afurðum félagsins verið gott og sala afurða gengið vel á árinu. Hjá fyrirtækjum sem stunda uppsjávarvinnslu sveiflast birgðastaðan oft mikið milli vertíða og í lok þriðja ársfjórðungs var talsvert til af birgðum í uppsjávarfiski.

Miklar fjárfestingar á árinu

Félagið hefur fjárfest mikið á yfirstandandi ári. Uppsjávarskip sem keypt var frá Skotlandi, Heimaey VE, leysti af hólmi eldra skip með sama nafni. Mjölverksmiðja félagsins í Eyjum var stækkuð töluvert og ný frystigeymsla á Þórshöfn var tekin í notkun í júlí. Þá er vert að nefna hlutafjáraukningu Austur Holding AS í Kaldvík AS sem Ísfélagið fjármagnaði í júní. Ísfélagið lagði til 341 milljón NOK í téðri hlutafjáraukningu en félagið á 29,3% hlut í Austur Holding AS. Að endingu ber að geta þess að félagið gerði heildarlánasamning við hóp banka í byrjun árs 2025.

Skattahækkanir setja óvissu í reksturinn

Stefán segir að fyrirhugaðar hækkanir á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi muni hafa mjög neikvæð áhrif á rekstur félagsins strax á næsta ári. Slíkar breytingar dragi úr fjárfestingaráhuga í sjávarútvegi og hafi þegar sett mark á greinina, þar sem óunninn fiskur sé farinn að fara meira úr landi.

„Þrátt fyrir miklar fjárfestingar á árinu er félagið fjárhagslega stöndugt og fyrir hendi er geta hjá félaginu til að fjárfesta og styrkja rekstur þess til lengri tíma. Miklar hækkanir á sköttum eins og veiðigjaldi og kolefnisgjaldi munu hins vegar hafa mjög neikvæð áhrif á reksturinn strax á næsta ári og öll sú óvissa sem fylgir slíkum skattahækkunum mun óhjákvæmilega hafa áhrif á og draga úr fjárfestingaráhuga sjávarútvegsfélaga að öllu öðru óbreyttu. Tíminn einn mun leiða í ljós hver  áhrif þessara illa ígrunduðu skattahækkana verða. Verri samkeppnisstaða sjávarútvegsins er þegar komin fram í þeirri staðreynd að fiskur er nú fluttur óunninn úr landi í meiri mæli en undanfarin ár.”

Óvissar horfur í kvótamálum

Þá segir Stefán að stórbruni í verksmiðju Primex í Fjallabyggð, dótturfélags Ísfélagsins muni hafa lítil áhrif á fjárhag Ísfélagsins.

„Markaðir hafa verið góðir á tímabilinu, verð á þorski, ýsu og makríl hefur hækkað mikið milli ára og verð á frosnum síldarafurðum hefur haldist gott. Heildarafli skipa félagsins á þriðja fjórðungi ársins var 35.300 tonn samanborið við 23.100 tonn á sama tímabili árið 2024. Framleiddar afurðir voru 23.400 tonn samanborið við 16.400 tonn á sama tímabili í fyrra.

Fyrirsjáanlegt er að veiðiheimildir í makríl og kolmunna munu dragast mikið saman á næsta ári. Tillögur um auknar veiðar í norsk-íslenskri síld vega því miður aðeins að litlu leyti upp á móti niðurskurðinum í fyrrnefndum tegundum. Þá eru líkur á minnkandi þorskkvóta og það eru takmörk fyrir því hversu mikið verð á afurðum getur hækkað.”

Stefán segir að lokum að Hafrannsóknastofnun hafi gefið út upphafskvóta í loðnu fyrir næstu vetrarvertíð.

„Ég bind vonir við að hægt verði að auka kvótann eftir frekari loðnuleit, sem til stendur að fara í fyrir lok janúar. Sú leit mun, eins og undanfarin ár, byggjast á góðu samstarfi Hafrannsóknastofnunarinnar og loðnuútgerðanna að því gefnu að atvinnuvegaráðuneytið veiti stofnuninni það fjármagn sem þarf til þessa brýna verkefnis.”


Helstu lykiltölur í krónum (fyrstu 9 mánuðir 2025)

    • Rekstrartekjur: 19,5 ma. kr.

    • Rekstrarhagnaður: 4,9 ma. kr.

    • Hagnaður eftir skatta: 1,1 ma. kr.

    • EBITDA: 6,6 ma. kr.

    • Heildareignir (lok sept.): 105,7 ma. kr.

    • Eigið fé: 67,2 ma. kr.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.