Góður sigur á Norðankonum

Eyjakonur eru aftur á sigurbraut eftir dapurt gengi í síðustu leikjum. Sigruðu KA/Þór 25:16 á heimavelli í dag. Sunna Jónsdóttir fór fyrir sínum konum og skoraði  átta mörk. Marta stóð fyrir sínu í markinu og varði 14 skot, þar af tvö vítaskot.

Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þrátt fyrir það er ÍBV í þriðja sæti Olísdeildarinnar með 10 stig en Haukar og Valur eru í fyrsta og öðru sæti með 14 stig.

Eyjakonur mæta Haukum á útivelli þann 11. nóvember.

Myndina tók Sigfús Gunnar í leiknum í dag.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.