Átakið um �?jóðarsáttmála um læsi verður hrint af stað í dag klukkan 9.30 þegar undirritaður verður sáttmáli í Borgarbókasafni með borgarstjóra Degi B. Eggertssyni.
Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins er hægt að finna allskyns upplýsingar um átakið og myndband með laginu “Gott að lesa” sem Ingó veðurguð flytur en það má sjá í spilaranum með fréttinni. Inni á heimasíðunni segir að haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að �?jóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra.
Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðis- samfélagi en bágur lesskilningur getur haft neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri síðar meir. Margt er vel gert í skólastarfi hér á landi og sýna alþjóðlegar kannanir að Íslendingar búa við gott menntakerfi, þar sem helstu styrkleikar eru jafn námsárangur milli skóla, vellíðan nemenda og sveigjanlegt skólakerfi með lítilli miðstýringu. �?að veldur þó miklum áhyggjum að lesskilningur hefur versnað og að við lok grunnskóla getur of stór hluti barna ekki lesið sér til gagns. Ástæðan er ekki augljós en vafalaust er um að ræða flókið samspil margra þátta og því
mikilvægt að snúa vörn í sókn
Á næstu fimm árum verður gert margþætt átak sem mun skila okkur enn betra menntakerfi til framtíðar.
Sáttmálin verður undirritaður í Vestmannaeyjum þann 21. september klukkan 14:00.