Grunnskóli Vestmannaeyja var settur síðasliðinn fimmtudag, 23. ágúst.
Skólasetningin var að þessu sinni í íþróttahúsinu fyrir 2. -10. bekk. Nýr skólastjóri Anna Rós ræddi við nemendur og foreldra og Jarl Sigurgeirsson stýrði skólasöngnum, sem ber heitið Gleði, öryggi og vinátta, við ágætar undirtektir.
Það var fjölmennt á setningunni og ekki annað að sjá en nemendur og foreldrar væru tilbúnir í veturinn.
Skólasetning hjá fyrsta bekk var svo föstudaginn 24. ágúst og þar var hópur af spenntum nemendum tilbúnir í fyrsta skóladaginn.
Í morgun hófst svo skóli hjá 5. -10.bekk, val í unglingadeild hefst þó ekki fyrr en í næstu viku.
Mannlífið er því að detta í vetrarrútínuna og óhætt að fara að hætta að bíða eftir sumrinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst