Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Faxaflóa og Suðausturland. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, miðvikudag kl. 14:00 og gildir hún til kl. 23:00.
Í viðvörunarorðum segir: Vestan 15-23 m/s, hvassast syðst með vindhviður að 30-35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði fyrir ökutæki, sem viðkvæm eru fyrir vindum.
Vestan 3-8 m/s og skúrir framan af degi, en styttir síðan upp. Snýst í sunnan 5-10 í kvöld, en 10-15 og rigning í fyrramálið. Snýst í vestan 15-23 með skúrum síðdegis á morgun, hvassast syðst. Dregur úr vindi og skúrum annað kvöld. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 07.10.2025 09:45. Gildir til: 09.10.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Sunnan- og suðvestan 8-15 m/s og fer að rigna sunnan- og vestanlands, en heldur hægari og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hiti 4 til 10 stig.
Á föstudag:
Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, dálítil væta syðst á landinu, en norðlægari stöku skúrir norðanlands. Kólnar heldur í veðri.
Á laugardag:
Hæg breytileg átt, yfirleitt bjart og þurrt veður, en fremur svalt.
Á sunnudag og mánudag:
Hlý suðlæg átt og súld eða dálítil rigning, en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 07.10.2025 08:05. Gildir til: 14.10.2025 12:00.
Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. er farþegum sem ætla sér að ferðast með skipinu seinnipartinn á morgun, miðvikudag góðfúslega bent á að spá gefur til kynna að aðstæður til siglinga séu ekki hagstæðar til siglinga, hvorki til Landeyjahafnar né Þorlákshafnar. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá sendir skipafélagið út tilkynningu um leið og það liggur fyrir.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki ík annarri hvorri höfninni. Hvað varðar siglingar fyrir fyrramálið, þá gefum við frá okkur tilkynningu fyrir kl. 06:00 í fyrramálið ef gera þarf breytingu á áætlun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst