Hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en ráðið ræddi stöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Bæjaryfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Bæjarráð telur að heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn HSU sýni sérstöðu stofnunarinnar í Vestmannaeyjum, m.a. vegna landfræðilegrar legu, ekki nægilegan skilning og ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi þess að sérstakur rekstrarstjóri stofnunarinnar verði staðsettur í Vestmannaeyjum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur sjúkradeild, heilsugæslu og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum og því er mikil þörf á slíkri stöðu í Vestmannaeyjum.

Bæjarstjóri hefur komið þessum áhyggjum á framfæri við heilbrigðisráðherra og forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.