Um það var rætt á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs að hagræðing í rekstri félagsheimilisins á Rauðagerði og Sambýlisins Vestmannabraut 58b hafa ekki gengið eftir sem skyldi.
Lagt var til að formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs, Páll Marvin Jónsson, fulltrúi E-listans í ráðinu, Auður Vilhjálmsdóttir ásamt framkvæmdastjóra fari yfir reksturinn og komi með tillögu á næsta fundi ráðsins um aðgerðir til að ná settu marki.
Ráðið samþykkt tillöguna.