Handboltinn af stað í kvöld
Handbolti (43)

Olísdeild karla hefst í kvöld með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni að Hlíðarenda.

Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna fór fram í gær á Grand hótel, en fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur.

Valsstúlkum og FH-ingum spáð sigri

Valsstúlkum er spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Haukastúlkum er spáð 2. sæti, nýliðum Gróttu er spáð falli. FH er spáð sigri í Olís deild karla en samkvæmt spánni mun Haukar fylgja þeim fast á eftir. Nýliðum Fjölnis og ÍR er spáð falli.

Allir leikir Olís og Grill66 deildana í vetur verða í beinum útsendingum á Handboltapassanum og Olísdeild karla með einn leik á fimmtudögum í opinni dagskrá Sjónvarpi Símans og Olísdeild kvenna með einn leik í opinni dagskrá á laugardögum.

Fyrsti leikur Olísdeildar karla er eins og áður segir í kvöld þegar Valur og ÍBV mætast í N1 höllinni kl. 18:30 og í Olísdeild kvenna á fimmtudaginn þegar Haukar mæta nýliðum Selfoss að Ásvöllum kl. 18:00. Grill 66 deildirnar hefjast svo um miðjan september, segir í frétt á vef HSÍ.

 

Nýjustu fréttir

Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.