Hegðun stuðningsmanna ÍBV vísað til aganefndar
DSC_8513
Hluti stuðningsmanna ÍBV í stúkunni á síðasta leik liðsins gegn FH. Eyjar.net/ÓPF

Í úrskurði aganefndar HSÍ frá 30. apríl sl. segir að erindi hafi borist frá framkvæmdastjóra HSÍ þar sem hegðun stuðningsmanna ÍBV í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla er vísað til nefndarinnar.

Með tilvísun til 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er handknattleiksdeild ÍBV gefið færi á að skila inn athugasemdum sínum fyrir næsta fund aganefndar 7. maí og er því afgreiðslu málsins frestað. Ekki er vísað til í erindinu hvaða leik nákvæmlega er um að ræða, en þegar málið var tekið fyrir höfðu liðin mæst í þrígang í úrslitakeppnnini.

Jafnframt voru tekin fyrir tvö mál er lúta að FH-ingum sem heyja nú baráttu við ÍBV um að komast í úrslit Íslandsmótsins. Þar segir:

Almar Andri Arnarsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Aftureldingar í umspili 4.flokks karla þann 29.04.2024. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deild karla þann 28.04.2024. Með úrskurði aganefndar dags. 29.04.2024 var leikmanninum gerð refsing, einn leikur í bann, en frekari meðferð málsins frestað til dagsins í dag. Niðurstaða aganefndar er sú að leikmanninum verði ekki gerð aukin refsing vegna brotsins. Aganefnd vekur þó athygli á því að leikmaðurinn var úrskurðaður í eins leiks bann með úrskurði aganefndar þann 13. febrúar sl. og kemur því til ítrekunaráhrifa með vísan til 11. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Með vísan til þessa er leikmaðurinn úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Úrskurðinn kváðu upp þeir Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson.

https://eyjar.net/eyjamenn-tryggdu-ser-oddaleik/

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.