Þann 23.maí tók Ísfélagið við uppsjávarskipinu Pathway frá Skotlandi sem hefur fengið nafnið Heimaey. Skipið var smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku 2017. Skipið er 78,65m langt , 15,5m breitt og aðalvélin er 5.220 kW frá Wartsila sem er einungis keyrð um 14.000 klst. Burðargeta er um 2500 tonn. Allur búnaður skipsins til veiða og meðfeðar á afla er mjög öflugur.
Ýmsar upplýsingar
Er með kerfi sem gerir kleift að nota ljósavélina til að keyra skrúfu skipsins þó aðalvél sé ekki í gangi. Með því næst að keyra skipið á 11 mílna hraða með 1500 kW afli.
Skrúfa skipsins er 4,2 metrar í þvermál og snúningshraðinn 125 og 90 snúningar á mínútu.
Hliðarskrúfur eru 950kW að aftan og 900 kW að framan.
Ásrafall er 2500 kW og þrjár ljósavélar 550 kW auk landvélar 150 kW.
Birgðatankar fyrir olíu taka 544.000 lítra.
Íbúðir fyrir áhöfn eru fyrir 19 manns + sjúkrakefi. Allir klefar með klóseti og sturtu.
Kælikerfi fyrir rsw kerfi er 2 x 1.035 kW.
Heimaey er væntanleg til heimahafnar í Vestmannaeyjum kl. sjö í fyrramálið.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.