Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti Þjóðhátíðar
Brekkan var þéttsetin í gærkvöldi. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar. P. Friðriksson

Þjóðhátíðargestir skemmtu sér konunglega í gærkvöldi í Herjólfsdal. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tónleikadagskráin á stóra sviðinu hafi verið sannkölluð flugeldasýning sem hófst með VÆB-bræðrum. Þá steig Stuðlabandið á svið með söngvurunum Röggu Gísla, Selmu Björns og Friðriki Ómar. Hápunktur kvöldsins á stóra sviðinu var þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Í framhaldi af honum komu FM95Blö-menn fram ásamt Jóhönnu Guðrúnu og síðan hélt Aron Can sína síðustu tónleika í bili, ef marka má yfirlýsingar hans frá því fyrir helgi.

„Það var stórkostlegt að sjá brekkuna lifna við í gærkvöldi. Nú höldum við ótrauð áfram inn í síðasta daginn af þessari Þjóðhátíð sem nú þegar hefur skrifað sig á spjöld sögunnar,“ sagði Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, undir morgun. „Ég má til með að ítreka þakkir til allra gestanna fyrir þrautsegju og allra Vestmanneyinganna sem slógu velferðarskjaldborg yfir gestina okkar í gær og fyrri nótt.“

Í kvöld heldur tónlistarveislan áfram. Stuðlabandið hefur sett saman kvölddagskrá með söngvurunum Stefáni Hilmarssyni, Siggu Beinteins, Emmsjé Gauta, GDRN og goðsögninni Björgvini Halldórssyni. Síðan tekur við Brekkusöngurinn, sem Magnús Kjartan stýrir enn eitt árið. Þá verður brennan loks tendruð, blysin verða á sínum stað og tónlistin heldur áfram fram undir morgun.

Þá barst tilkynning undir morgun frá Herjólfi þess efnis að siglingar í Landeyjahöfn hæfust aftur frá og með 5:30 í morgun.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.