Helgi hefur setið í stjórn Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps í nær 40 ár og á aðalfundinum voru honum þökkuð vel unnin störf fyrir félagið og fékk hann blómvönd frá félagsmönnum.
Í nýrri stjórn Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps sem kjörin var á fundinum sitja; Björn Harðarson í Holti, formaður, Sigurfinnur Bjarkarsson á Tóftum, gjaldkeri og Sævar Jóelsson í Brautartungu sem er nýr í stjórn sem ritari og tekur við af Helga Ívarssyni.
Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps verður 120 ára á næsta ári og beindi formaður félagsins því til félagsmanna að huga að þessu og koma til stjórnar hugmyndum og tillögum hvernig félagið ætti að minnast slíkra tímamóta. BIB
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst