Herjólfur mun sigla áfram til Þorlákshafnar í næstu viku, eða frá 10. til 14. október næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Ástæðan er að dýpi er ekki talið nægjanlegt fyrir skipið í Landeyjahöfn en ákvörðun með framhaldið verður tekin þegar nær dregur.