Hljómsveitin Muntra gefur út sitt fyrsta lag
muntra_ads
Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu sem hefur hvíslað inn jólin í aðventunni í Vestmannaeyjum ár hvert síðan 2016.. Ljósmynd/aðsend

Vestmanneyska hljómsveitin Muntra var að gefa út sína fyrstu smáskífu, hið fallega færeyska lag Fagra blóma í glænýjum búning með íslenskum texta.

Lagið var tekið upp á fögrum sunnudegi 28. janúar sl. í Studió Paradís sem er staðsett í Sandgerði og var upptökustjórn í höndum Ásmundar Jóhannssonar.

Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu sem hefur hvíslað inn jólin í aðventunni í Vestmannaeyjum ár hvert síðan 2016.

Í tilkynningu frá hljómsveitinni segir að þau hafi viljað gera eitthvað meira en bara jólatónleika og var þá tilvalið að koma fram undir öðru nafni.

Muntra mun koma fram á Hljómey 26. apríl nk. Tónlist Muntra flokkast sem hugljúf ballöðu tónlist með þjóðlegu ívafi og áhrifum frá Færeyjum í bland við íslenska værð.

Muntra skipa:
Elísabet Guðnadóttir – söngur
Guðný Emilíana Tórshamar – söngur
Helgi R Tórzhamar – gítar
Hjálmar Carl Guðnason – bassi
Birkir Ingason – trommur
Jóhannes Guðjónsson – hammond og hljómborð.

Fagra blóm

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.