Mynd: Óskar Jósúason
Norski fóðurframleiðandinn Skretting Norway kannar nú möguleikann á því að setja upp fóðurverksmiðju á Íslandi fyrir laxeldi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum þar sem haft er eftir Haarvard Walde, forstjóra Skretting Norway, að Ísland gæti í framtíðinni orðið þriðji stærsti laxaframleiðandi heims.
„Þetta mun taka tíma, en möguleikarnir eru klárlega til staðar. Ef það er einhver staður í heiminum með sterka kosti fyrir góða starfsemi, þá er það Ísland,“ segir Walde í samtali við Intrafish.
Walde segir að Skretting fylgist vel með þróun landeldis á Íslandi. Fyrirtækið hefur þegar komið sér upp vöruhúsi í Þorlákshöfn til að styðja við landeldisfyrirtæki sem þar starfa. Nú er fiskafóður flutt inn vikulega, en þegar framleiðsla á Íslandi eykst nægilega mikið, gæti komið til greina að reisa fóðurverksmiðju hér á landi. Skretting er í eigu hollenska fyrirtækisins Nutreco, sem er stærsti framleiðandi fiskafóðurs í heiminum og hluthafi í Laxey.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst