Byrjað er að dýpka Vestmannaeyjahöfn. Bæði verður farið í að grafa veituskurð sem og að dýpka höfnina. Samið var við fyrirtækið Hagtak um dýpkunina.
Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri sagði í samtali við Eyjar.net í desember sl. að reiknað væri með að dælt verði rúmlega 45 þúsund rúmmetrum og var áætlað að það tæki um 12 daga, en miðað er við að hægt sé að dýpka um 4000 rúmmetra á dag.
Á myndunum má sjá dýpkunarskip Hagtaks, Pétur Mikla við dýpkun í Vestmannaeyjahöfn.
https://eyjar.net/45-thusund-rummetra-dypkun/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst