Hrekkjavakan nálgast
Bókasafnið er svo sannarlega komið í Hrekkjavöku búning. Myndir: Bókasafnið.

Hrekkjavakan nálgast óðum og margir farnir að huga að skreytingum og búningum. Hrekkjavakan verður haldin að þessu sinni þann 31. október á milli kl. 18-20. Þá munu krakkar ganga á milli húsa og safna nammi.

Sérstakur Facebook-hópur hefur verið stofnaður þar sem hægt er að finna allar helstu upplýsingar um hrekkjavökuna, deila hugmyndum, spyrja spurninga og taka þátt í undirbúningnum. Þar er einnig hægt að fylgjast með hvaða hús taka þátt og sjá hugmyndir að búningum og skreytingum. Hópurinn heitir Hrekkjavaka 2025.

Nú þegar má sjá ýmis hús og stofnanir byrjað að klæðast hrekkjavökubúningi og bókasafnið er þar engin undantekning, eins og myndirnar sína.

Bókasafnið tekur alltaf virkan þátt í Hrekkjavökunni og skapar skemmtilega stemningu fyrir bæði börn og fullorðna.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.