Það er staðreynd að þingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa fengið styrki frá útgerðarfyrirtækjum og eru því í raun keyptar málpípur þröngra sérhagsmuna og vinna gegn heildarhagsmunum þorra þeirra sem kusu þá á þing eða réðu til að fara með stjórn sveitarfélaga í landinu. Sumir kalla þessa styrki mútur.
Nokkrir bæjarstjórar hafa leyft sér með vitund og vilja meirihluta sveitarstjórna að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi. Þeir gera þetta þrátt fyrir að það komi í veg fyrir lögbundið atvinnufrelsi manna og brjóti mannréttindi á þegnum landsins samkvæmt áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.