Hvers virði er náttúra okkar og saga?
28. febrúar, 2024
Margrét Rós Ingólfsdóttir

Undanfarið hefur verið mikil og góð umræða á meðal Eyjamanna um náttúru Vestmannaeyja í tilefni kynningar á skipulagsbreytingum á hafnarsvæði.

Annað mál sem snertir náttúru Vestmannaeyja er gerð minnisvarða vegna 50 ára gosloka. Í upphafi málsins, var ég hlynnt verkefninu enda taldi ég að um hefðbundinn minnisvarða, eins og við flest þekkjum, væri að ræða. Annað er að koma á daginn og er verkið mun umfangsmeira en mig nokkurn tímann grunaði í upphafi.

Skortur á upplýsingum
Ég hef áður gagnrýnt skort á upplýsingum vegna málsins og hef m.a bókað um það í Umhverfis- og skipulagsráði. Þau gögn og upplýsingar sem mér hafa verið kynnt eru hvergi nærri fullnægjandi til að ég geti verið hlynnt svo kostnaðarsamri framkvæmd með vægast sagt miklu inngripi í náttúru og sögu Vestmannaeyja. Framkvæmd, útlitsteikningar, efnisval og fleira liggur ekki fyrir með góðum hætti, né nákvæmur kostnaður, en slíkt er algjör forsenda áframhalds málsins.

Hvert er inngripið?
Almennt er æskilegt að göngustígar falli vel að náttúrunni og að þeir séu lítið áberandi. Hér virðist að fara eigi aðra leið. Gert er ráð fyrir göngustíg upp Eldfellið að vestan og niður að austan. Sá eystri eigi að fara upp gíginn þar sem hann er það brattur að ekki er æskilegt leggja stíg án þess að vera með handrið, hvíldarpalla og mögulega lýsingu, öryggisins vegna. Þá er óvíst er hversu mikla festingu er að fá í gjallinu sem þar er.

Verður um mikið mannvirki að ræða að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands. Það að Náttúrufræðistofnun noti orðið mannvirki í umsögn sinni finnst a.m.k mér ekki góð tilhugsun. Þá er gert ráð fyrir göngustígum, bíla/rútustæðum á nýja hrauninu og verður til dæmis akstursleið inn að krossinum lokað alfarið fyrir bílaumferð.

Tillaga um íbúakosningu
Á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku lagði ég fram tillögu um að málið yrði sett í íbúakosningu. Tillagan, sem allir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skrifuðu undir, var eftirfarandi: Í ljósi verulegra tafa á framkvæmd og afhendingu minnisvarða í tilefni hálfrar aldar afmælis Heimaeyjargossins sem nú er liðið, yfirvofandi óafturkræfs inngrips í dýrmæta náttúru Vestmannaeyja og fyrirsjáanlegs vaxandi framkvæmdakostnaðar leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að staldrað verði við. 

Ekki liggur fyrir kostnaðargreining á afmörkuðum hlutum verkefnisins auk þess sem hluti listaverksins er göngustígagerð í Eldfelli þar sem ekki liggur fyrir ásýnd, né hve umfangsmikil framkvæmdin er.

Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að það liggi fyrir ítarlegri kynning á verkefninu, stöðu þess, kostnaðarmat og svo framvegis.

Í framhaldi af þeirri kynningu er lagt til að málið verði sett í íbúakosningu enda varðar málefnið eina dýrmætustu og yngstu náttúruperlu og söguheimild Vestmannaeyja. 

Tillögunni vísað í bæjarráð
Eðli málsins samkvæmt bjóst ég við því að meirihluti sem kennir sig alla jafna við gegnsæi og íbúalýðræði myndi samþykkja tillöguna en þess í stað var tillögunni vísað í bæjarráð og kom m.a fram gagnrýni á að meirihluti bæjarstjórnar hefði ekki vitað af tillögunni fyrirfram, að tillögunni hefði ekki fylgt greinargerð og jafnframt var því haldið fram að ekki væri alvara á bak við tillöguna. Þá var rætt um að sýna ætti ríkisvaldinu sóma með því að ræða við ráðuneytið áður íbúakosning eða aðrar breytingar eru ákveðnar. Þá erum við að tala um þetta sama ríki og sýnir okkur þann “sóma” að reyna að eignast drjúgan part af Heimaey. Ef Vestmannaeyjabær ákveður að spyrja íbúa sína um afstöðu til einhverra mála kemur ríkinu það bara ekkert við, jafnvel þó að fyrir liggi viljayfirlýsing.

Tillagan verður væntanlega tekin fljótlega fyrir í bæjarráði og ég mun áfram tala fyrir því að unnin verði fullnægjandi kynning fyrir íbúa og að íbúar fái að segja sína skoðun. Í dag er auðvelt að framkvæma slíka könnun, við höfum gert það áður með góðum árangri og það þarf ekkert nema viljann.

Stend og fell með minni sannfæringu
Eldfellið er í dag mjög sýnilegur vitnisburður um eldgosið 1973 og Eldfellið eins og það er í sinni mynd er einmitt stærsta minnismerkið um gosið.

Minnisvarði ætti ekki að breyta náttúrulegri ásýnd fellsins með áberandi og jafnvel upplýstum göngustígum. Heimsþekktur og hæfileikaríkur listamaður er einn og sér ekki nægileg rök að mínu mati til þess að raska náttúru og sögu Vestmannaeyja með þessum hætti.

Það gæti farið svo, ef af verður, að þetta verði alveg frábært. Ég er bara ekki tilbúin til þess að veðja á það í blindni og vakna svo upp við vondan draum seinna meir. Ég stend og fell með þeirri sannfæringu.

Ég hvet Eyjamenn til þess að láta sig umhverfis- og skipulagsmál Vestmannaeyja sig varða. Hér eigum við öll heima.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst