ÍBV er það lið sem lék í Bestu deild karla í fyrra sem hefur verið rekið með mestu tapi undanfarin tvö ár en alls nemur tap af rekstri knattspyrnudeildar félagsins 67 milljónum króna. Þetta kemur fram í fétt á vef Viðskiptablaðsins. KR, sigursælasta lið landsins, kemur næst á eftir með 55 milljóna tap. Eigið fé Vesturbæjarstórveldisins var neikvætt um 62 milljónir í lok síðasta árs. Ásamt KR er ÍBV, með 40 milljóna neikvætt eigið fé, eina félagið sem var með neikvætt eigið fé um síðustu áramót.
Þegar horft er til skuldastöðu liðanna má sjá að þrjú þeirra, Fylkir, KR og FH, eru með yfirdrætti en eins og alkunna er eru slík lán óhagstæð sökum hárra vaxta. Um síðustu áramót skuldaði FH 39 milljónir í yfirdráttarlán, KR 17 milljónir og Fylkir 10 milljónir. Auk 39 milljóna yfirdráttarins hvílir 42 milljóna langtímaskuld við lánastofnanir á Knattspyrnudeild FH. Skuldir ÍBV eru þær lægstu meðal félaganna.
Skuldastaða félaganna er almennt séð ágæt og meginþorri skulda þeirra í formi viðskiptaskulda. Nokkur félög skulda tengdum aðilum, þá í flestum tilfellum aðalstjórn félagsins, en slík lán bera alla jafna enga vexti.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.