ÍBV tekur á móti Reyni Sandgerði í kvöld

�?rátt fyrir það eru aðeins tólf lið sem leika þar því í næstu umferð koma úrvalsdeildarliðin tíu inn í keppnina. �?að verða því aðeins sex lið úr neðri deildunum sem eiga möguleika á að mæta bestu liðum landsins.

Síðan ÍBV og Reynir mættust 18. maí síðastliðinn hefur gengi liðanna verið ólíkt. Í fyrstu umferð komu Reynismenn á óvart og unnu Fjölni og gerðu svo jafntefli gegn ÍBV í Eyjum. En eftir það hefur liðið tapað stórt, m.a. 1:5 á heimavelli gegn �?ór og 5:0 á útivelli gegn Stjörnunni. Í síðustu umferð gerði liðið reyndar jafntefli á Akureyri gegn KA. Liðið situr í 10 og þriðja neðsta sæti 1. deildar. Í bikarkeppninni unnu Sandgerðingar hins vegar Í síðustu umferð bikarkeppninnar vann Reynir 3. deildarlið Gróttu á útivelli 1:2.

ÍBV hefur hins vegar vegnað betur síðan liðin mættust en Reynir Sangerði var síðast allra liða til að skora hjá ÍBV. Síðan þá hefur ÍBV ekki fengið á sig mark í sex leikjum í röð og spurning hvort Sandgerðingar rati enn að netmöskvunum hjá ÍBV. Auk þess eru Eyjamenn farnir að vinna leiki og hafa unnið síðustu fimm leiki í deild og bikar. ÍBV lagði einmitt 2. deildarlið Aftureldingu í síðustu umferð bikarkeppninnar, 1:0 á Hásteinsvellinum sem var fyrsti sigurleikur liðsins í sumar.

Einhver smámeiðsli eru hjá Eyjaliðinu, Yngvi Borgþórsson er t.d. veikur og verður ekki með í kvöld en búist er við því að Ingi Rafn Ingibergsson komi aftur inn í leikmannahópinn eftir meiðsli, eins og Andrew Mwesigwa, sem hefur verið fjarverandi vegna leiks úganska landsliðsins.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.