Dagur sjálfboðaliða var haldinn 5. desember og í tilefni dagsins valdi Almannaheill sjálfboðaliða ársins úr tilnefningum aðildarfélaga sinna.
Í ár tilnefndi Krabbameinsfélagið Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur, formann Brakkasamtakanna fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og málstaðarins. Jóhanna Lilja var afar þakklát fyrir viðurkenninguna.
,,Þetta er mikil viðurkenning, ekki bara fyrir mig heldur fyrir allt það ómetanlega fólk sem ég fæ að starfa með, þá sérstaklega stjórn Brakkasamtökin – BRCA Iceland og Krabbameinsfélagið takk fyrir traustið og stuðninginn,” segir Jóhanna Lilja.
Krabbameinsfélagið áréttar í tilkynningu að sjálfboðaliðar gegni ómetanlegu hlutverki í starfsemi félagsins og 27 aðildarfélaga þess. Á degi sjálfboðaliða þakkaði félagið Jóhönnu og öllum þeim sem leggja sitt af mörkum af heilum hug fyrir mikilvægt framlag þeirra.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst