Jólablað Eyjafrétta borið út í dag
EF Forsida 18 Tbl

Jólablað Eyjafrétta sem er  bæjarblað Vestmannaeyinga verður borið til áskrifenda í dag auk þess sem blaðið er til sölu á Kletti og í Tvistinum. Eins og alltaf er fjallað um málefni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga með áherslu á menningu, mannlíf, atvinnulíf og sögu bæjarins. Með efni fyrir alla, ungra sem aldinna.

Meðal efnis er:

Eyjamaðurinn er Gunnhildur í Flamingó sem fagnar 30 ára afmæli verslunarinnar um þessar mundir. Daði Sigurðsson er verðlaunaklippari í kvikmyndaheiminum. Ítarleg umfjöllun er um leikskólann Kirkjugerði sem er 50 ára. Gígja Óskarsdóttir er nýr stjóri Sagnheima og Lundaballlinu eru gerð skil. Margir þekkja Óla Gränz sem er í stóru viðtali í blaðinu. Konunglegu teboði eru gerð góð skil og Vélaverstæðið Þór hefur þjónað Eyjamönnum í 50 ár. Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugargerði segir frá róðrum í Klaufinni. Þetta og margt annað skemmtilegt er að finna í blaðinu.

Hér geta áskrifendur nálgast blaðið.

Hér má gerast áskrifandi.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.