Jólakveðja
Íris Róbertsdóttir

Ég hef alltaf elskað aðventuna, jólin og stemminguna sem umvefur allt á þessum árstíma. Alveg sérstaklega jólaljósin sem færa okkur birtu og yl á dimmasta tíma ársins.

Tíma sem við notum oft til að sýna þakklæti. Þessi árstími  minnir okkur á gleði og kærleika en líka á þær áskoranir sem við höfum unnið úr á árinu sem er að líða.

Á sama tíma er líka mikilvægt að vera þakklát fyrir það sem við höfum. Það er margt gott í okkar samfélagi þótt alltaf sé hægt að gera betur.

Menningarlífið er fjölbreytt og margt öflugt fólk á þeim vettvangi sem gleður okkur á hverju ári með viðburðum af ýmsu tagi. Í atvinnulífinu er mikið að gerast; ný stoð að verða til enda höfum við Eyjamenn löngum verða kraftmikið og öflugt fólk sem stendur saman þegar á reynir.

Þessi árstími hefur uppá margt að bjóða og er samvera fjölskyldu og vina stór hluti af stemmingunni og tilhlökkuninni á aðventunni og nærir jólaandann. Börnin gera svo allt betra. Þau minna okkur á að njóta augnabliksins og að gleðin og kærleikurinn eru besta jólagjöfin. En umfram allt – njótum samveru og munum að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Kæru Eyjamenn ég óska ykkur gleðilegra jóla.

 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

 

Greinin birtist fyrst á vef Vestmannaeyjabæjar. 

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.