Vöruhúsið mun á ný opna jólaþorp sitt í aðdraganda jóla líkt og í desember í fyrra. Um er að ræða samfélagsverkefni Vöruhússins þar sem félagssamtökum/fyrirtækjum gefst kostur á að selja varning tengdan jólum.
Framtakið heppnaðist afar vel í fyrra og var Jólaþorpið vel sótt af börnum sem fullorðnum sem mættu og áttu notalega jólastund í þorpinu.
Stefnan er sett á að vera með dagskrá dagana 14., 20., 21., og 23. desember.
Vöruhúsið hefur nú þegar birt dagskrána fyrir sunnudaginn 14. des (með fyrirvara um breytingar). Nánari upplýsingar um jólaþorpið má finna hér.
Sunnudagur 14. desember kl. 15 til 17
Heitt súkkulaði, kaffi og vöfflur til sölu
Litabókamyndir fyrir börnin
Jólasveinninn kemur við á svæðinu um kl. 16




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst