Jónsmessuhátíð var á Eyrarbakka á laugardagskvöldið og talsverður fjöldi tók þátt í þeirri gleði sem boðið var upp á, varðeldur og söngur.Lögreglan þurfti að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar fram eftir nóttu á Eyrarbakka. Einn maður var sleginn við Rauða húsið um kl. 01:30 aðfaranótt sunnudagsins og þurfti að flytja hann á sjúkrahús til frekari skoðunar. Reyndist hann talsvert slasaður og óskar lögreglan eftir vitnum að atvikinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst