„Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ er haft eftir Karli Gauta í fréttinni.
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir – í samtali við Vísi – að búið sé að hafa samband við hann varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Haft er eftir honum að hann íhugi það vandlega að taka sæti á lista flokksins verði honum boðið oddvitasætið.
„Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ er haft eftir Karli Gauta í fréttinni.
Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, hafði áður gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann tilkynnti í færslu á Facebook að vegna persónulegra ástæðna dragi hann framboð sitt til baka. „Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn og hvatninguna. Þið vitið hver þið eruð,“ kom fram hjá Tómasi.
Búist er við að Miðflokkurinn kynni framboðslista sinn í Suðurkjördæmi á allra næstu dögum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.