Fimmta lagið og lag maímánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Bæjaróður” eftir Sæþór Vídó í flutningi Karlakórs Vestmannaeyja.
Lag og ljóð: Sæþór Vídó
Söngur: Karlakór Vestmannaeyja
Stjórnandi: Þórhallur Barðason
Undirleikur: Kitty Kovács
Útsetning: Sæþór Vídó
Upptökustjórn: Gísli Stefánsson
Það er Vestmannaeyjabær sem bíður okkur upp á lag maí mánaðar í tilefni af 100 kaupstaðarafmæli bæjarins.
Ef þú ert úr Eyjum og lumar á lagi eða texta sendu okkur endilega línu á best.eyjar@gmail.com. Eins ef þú eða þitt fyrirtæki vill styrkja þetta verkefni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst