Í dag var formleg opnun verkefnisins “Karlar í skúrum” á Hraunbúðum. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk.
Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og er fyrirmyndin m.a. sótt til Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Halldór B. Halldórsson var á opnuinni og tók meðfylgjandi myndband.
Karlar í skúrum – Fjölmenni við opnun – Eyjafréttir (eyjafrettir.is)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst