Kjörfundur hafinn
IMG_5395
Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar tekur á móti fyrstu kjósendum í morgun. Eyjar.net/TMS

Í dag ganga Íslendingar til kosninga, þegar tíundu for­seta­kosn­ing­ar eru haldn­ar í sögu lýðveld­is­ins. Þar munu landsmenn kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Frambjóðendurnir eru tólf talsins.

Í Vestmannaeyjum er hægt að kjósa í Barnaskólanum, inngangur um norður- og suðurdyr.
Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9.00 í morgun og lýkur kl. 22.00 í kvöld.

Bænum er skipt með eftirfarandi hætti í tvær kjördeildir:

  • Í 1. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 24. apríl 2024 við Austurveg til og með Hásteinsvegi auk þeirra sem eru óstaðsettir í hús og þeirra sem búa erlendis og njóta kosningaréttar á Íslandi.
  • Í 2. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 24. apríl 2024 við Hátún til og með Ægisgötu, auk þeirra, sem búa að Hraunbúðum og húsum, er bera bæjarnöfn.

Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn verður til húsa á kjörstað í Barnaskólanum á kjördegi.

Þó nokkrir voru mættir á kjörstað klukkan 9 í morgun þegar kjörfundur hófst.

IMG_5393

 

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.