Eftir átta ár í bæjarstjórn og sem formaður bæjarráðs Vestmannaeyja ætlar Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, að láta gott heita í vor. Í ítarlegu viðtali við Eyjafréttir segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin eftir mikla íhugun. „Í svona starfi verður maður að geta gefið sig hundrað prósent – annars er betra að sleppa því.“
Njáll fer yfir helstu verkefni kjörtímabilsins, áskoranirnar vegna vatnslagnarinnar og uppbyggingu samfélagsins og lýsir núverandi bæjarstjórn sem „til fyrirmyndar“. Hann kveður bæjarmálin bjartsýnn um framtíð Vestmannaeyja. Lesið viðtalið í heild í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Áskrifendur geta nálgast blaðið á morgun, fimmtudag hér. Það er einnig selt í lausasölu á Kletti og í Tvistinum. Hér má gerast áskrifandi.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst