Gaujulundur er vin í Nýjahrauninu sem var gróðursnautt og svart á árunum eftir gos. Það var sumarið 1988 sem hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir, Elli og Gauja hófu af mikilli eljusemi uppgræðslu og ræktun í dalverpi á Nýja hrauninu, aðeins 15 árum eftir jarðeldana 1973.
Í upphafi var þar enginn jarðvegur, tómur vikur en með árunum dafnaði lundurinn og fékk nafnið Gaujulundur eftir Gauju. Er það vel við hæfi. Síðustu ár hefur Gaulundi lítið verið sinnt en í vor sá ung kona, Renate Heisek frá Lettlandi tækifæri til að fá útrás fyrir ástríðu sína í garðyrkju. Hafði samband við bæinn og hjólin fóru að snúast.
Sjá nánar í blaði Eyjafrétta sem koma út í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst