Það var konunglegt teboðið í Safnahúsinu í dag þar sem Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson gáfu tóninn í söng og tali. Bryggjan í Sagnheimum var þétt setinn og stærsti hlutinn konur sem mættar voru til að komast í örlitla snertingu hátignir í Evrópu, einkum þau dönsku og ensku. Margar konurnar fóru alla leið og mættu í sínu fínasta með viðeigandi hatta á höfði.
Ekki var komið að tómum kofanum hjá þeim Alberti og Bergþóri sem vita meira en flestir um líf kónga og drottninga, ekki síst í Englandi. Krydduðu með sögum af sjálfum sér og þeirra nánustu. Allt bráðfyndið, gladdi viðstadda og ekki skemmdi þegar Bergþór tók lagið.
Á eftir var konunglega teboðið sem stóð undir nafni og vel það. Meðlætið frá Einsa kalda og fjölbreytt úrval af tei. Það var starfsfólk Safnhúss sem á heiðurinn að þessum skemmtilega viðburði sem haldinn var í minningu Jónu Guðmundsdóttur, fyrrum skjalaverði sem lést fyrr á árinu. Jóna var mikill royalisti og stýrði Skjalasafni Vestmannaeyja í 30 ár.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst