Konur fella ríkisstjórnina

Karlar og konur búa ekki við sama veruleikann og því er þess varla að vænta að kynin hafi sömu forsendur til að taka afstöðu í kosningum. Skoðanakannanir síðustu vikna staðfesta þetta.
Fyrir mig sem konu skiptir það máli að sú stjórn sem sest hér að eftir kosningar komi með raunhæfar tillögur til að bæta líf mitt og kynsystra minna. Kröfur mínar eru einfaldar:
�? Að ofbeldi karla gegn konum linni.
�? Að konur séu metnar að verðleikum í starfi.
�? Að starfrækt sé öflugt velferðarkerfi svo að ólaunuð umönnunarstörf lendi ekki á herðum kvenna.
�? Að konur fái völd á við karla. �?etta eru þær forsendur sem margir kvenfrelsissinnar hafa í huga þegar gengið er til kosninga. Vinstrihreyfingin �? grænt framboð er sá flokkur sem lengst hefur gengið í því að koma með róttækar tillögur til úrbóta á þessu sviði.
Til að taka á ofbeldi karla gegn konum hafa Vinstri græn lagt til að karlar verði gerðir ábyrgir fyrir að kaupa konur og að lögreglan fái auknar heimildir til að koma á nálgunarbanni þegar um ofbeldi inni á heimilum er að ræða. Við höfum lagt til að fórnarlömb mansals fái fórnarlamba- og vitnavernd, að kynfræðsla fari fram í skólum til að auka virðingu kynjanna hvert fyrir öðru, og svo mætti áfram telja.
Til að hækka laun kvenna hafa Vinstri græn lagt fram auknar heimildir Jafnréttisstofu til að fara inn í fyrirtæki og afla upplýsinga um launamál og beita sektum ef um launamisrétti er að ræða. Sömuleiðis skiptir máli að hið opinbera sé fyrirmyndaratvinnurekandi þegar kemur að jöfnuði og kynjajafnrétti.
Miklu skiptir fyrir konur að rekið sé öflugt velferðarkerfi og lögðu Vinstri græn það til fyrir fjórum árum að leikskólar verði gjaldfrjálsir. �?flug þjónusta við aldraða er sömuleiðis forgangsatriði og að grunnþjónusta í heilsugæslu verði gjaldfrjáls. �?flugt velferðarkerfi verður einungis rekið með sam-ábyrgð sem felst í að nota skattkerfið til jöfnunar.
Konur hafa ekki völd á við karla í samfélaginu og ekkert virðist þokast til betri vegar í þá átt. Fáar raunhæfar tillögur hafa komið fram og ef kvennabarátta síðustu aldar hefur kennt okkur eitthvað, þá er það vitneskjan um að jafnréttið komi ekki af sjálfu sér, það þarf að berjast fyrir því. Vinstri græn hafa borið fram þá hugmynd hvort tími sé kominn á róttækar aðgerðir eins og kynjakvóta. Á meðan aðrar hugmyndir hafa ekki komið fram, stendur það óhaggað að grípa verður til róttækra aðgerða til að jafna hlut karla og kvenna innan fyrirtækja, jafnt sem í stjórnmálum.
Ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar �? græns framboðs er kvenfrelsið. �?ll hugmyndafræði okkar byggir á kvenfrelsi, umhverfisvernd og jöfnuði, enda eru þetta stóru viðfangsefni framtíðarinnar. Atkvæði kvenna skipta máli, snúum bökum saman og kjósum okkur til áhrifa, sameinumst um þau mál sem skipta konur mestu máli. Kjósum VG í von um frelsi frá karllægri ríkisstjórn.
Alma Lísa Jóhannsdóttir skipar 2. sæti VG í Suðurkjördæmi.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.