Kvennafrídagurinn
Kvennafridagur 1975 Sigurgeir J Mynd 15970
Myndin er tekin í Vestmannaeyjum á Kvennafrídeginum 1975. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 þar sem sveitarfélög eru hvött til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í kvennaverkfalli sama dag.

Kvennaárið 2025 er tileinkað baráttu kvenna, femínista, hinsegin og fatlaðs fólks fyrir jafnrétti. Þann 24. október 1975 lögðu um 90 prósent íslenskra kvenna niður störf til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna, og markaði sá dagur tímamót í jafnréttisbaráttu á Íslandi.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að bæjarráð leggi til – þar sem því er við komið – að þeir sem ætli að sækja viðburði tengda Kvennafrídeginum geti farið úr vinnu klukkan 14 föstudaginn 24. október 2025.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.