ÍBV fékk Fram í heimsókn í leik í 11. umferð Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi.
Jafnræði var með liðunum stærsta part leiksins en Eyjamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 14-12. ÍBV hélt muninum í 2 til 3 mörkum þar til um tíu mínútur voru til leiksloka að Framarar minkuðu muninn í eitt mark. 24-23.
Eyjamenn tóku þá á ný við sér og komust í 28-25 en Fram lét ekki segjast og minnkaði muninn að nýju og hafði tækifæri til að jafna í síðustu sókn leiksins. ÍBV vörnin hélt þó og langþráður sigur ÍBV, eftir fjóra tapleiki í róð, leit dagsins ljós. Lokatölur 29-28.
Markahæstur í liði ÍBV var Sigurbergur Sveinsson með 13 mörk. Aðrir markaskorarar voru Kristján Örn Kristjánsson (5), Kári Kristján Kristjánsson (4), Fannar Þór Friðgeirsson (3), Theodór Sigurbjörnsson (2), Magnús Stefánsson (1) og Friðrik Hólm Jónsson (1).
Með sigrinum fer ÍBV upp í níunda sætið með átta stig. Næsti leikur strákana er gegn ÍR í Vestmannaeyjum en ÍR situr í sjöunda sæti með níu stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst