Leggja til sjálfstæða sjúkrastofnun í Eyjum

Meðal erinda á fundi bæjarstjórnar í gær voru heilbrigðismálin, en eins og fram hefur komið opinberlega hafa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) í Vestmannaeyjum.

Stofnunin rekur sjúkradeild, heilsugæslu og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum og fram kemur í fundargerð að reynslan hefur sýnt fram á mikla annmarka á því að þessari starfsemi sé stýrt frá Selfossi.

Þegar ákveðið var á sínum tíma að sameina sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fylgdu loforð um öflugri einingu og betri þjónustu í Vestmannaeyjum. Þróunin hefur verið öfug.

Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra að endurskoða núverandi fyrirkomulag á stjórnun og rekstri HSU í Vestmannaeyjum, með það að markmiði að efla stjórnun stofnunarinnar, auka sjálfstæði hennar og stuðla að bættri þjónustu. Með því að skipta upp starfsemi HSU og setja á laggirnar sjálfstæða stofnun í Vestmannaeyjum, telur bæjarstjórn að framangreindum markmiðum verði best náð. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska nú þegar eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um þetta brýna hagsmunamál þar sem núverandi ástandi verði ekki unað lengur.

Tillagan var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.