Leigusamningur framlengdur um gamla sambýlið
Sambylid Gamla La
Vestmannabraut 58b. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða samtals 72 félagslegum leiguíbúðum en með félagsleg leiguhúsnæði er átt við almennt félagslegt leiguhúsnæði (21), húsnæði fyrir fatlað fólk (sértækt húsnæði (7) og húsnæði með stuðningi (3)), leiguhúsnæði fyrir aldraða (30) og þjónustuíbúðir aldraðra (11).

Fram kemur í fundargerð að biðlisti eftir íbúðum sveiflist nokkuð eftir framboði íbúða á almenna leigumarkaðinum. Úthlutun fer eftir reglum sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði og umsóknir metnar út frá félag-, heilsufars- og fjárhagslegum forsendum umsækjanda. Samningur Vestmannaeyjabæjar um leigu á íbúðum við Vestmannabraut 58b rennur út innan árs og óskar framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs eftir heimild ráðsins til að framlengja leigusamningi við eigendur Vestmannabrautar 58b.

Í afgreiðslu ráðsins þakkar ráðið kynninguna og veitir framkvæmdastjóra heimild til að framlengja leigusamningi vegna Vestmannabrautar 58b.

Þessu tengt: Harma að Vestmannaeyjabær hafi ekki fest kaup á gamla sambýlinu

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.