Lestrarsprettur í fullum gangi í Hamarskóla

Á föstudaginn 23. apríl hófst lestrarsprettur í Hamarsskóla sem stendur til mánudagsins 3. maí.

Á þessu tímabili munu nemendur auka lesturinn heima og hafa fengið lestrarhest með frekari útskýringum á því. Eftir ákveðinn fjölda mínútna sem lesnar eru fær nemandi geimskrímsli til að líma á geimskip árgangsins og auðvitað á að safna sem flestum

Bókasafn Vestmannaeyja getur ekki tekið á móti heilum bekkjum sem stendur en ætlar samt að sjálfsögðu að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Þar hafa þau skreytt safnið í tengslum við þemað og tekið fram fróðlegt lesefni um himingeiminn og ýmislegt sem þar leynist. Við viljum hvetja foreldra til að fara þangað með börnum sínum til þess að skoða og velja bækur. Vel er gætt að sóttvörnum á bókasafninu og biðlum til ykkar að gera slíkt hið sama

Bókasafnið er opið alla virka daga frá 10-17

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.