Lexusbílar vinsælir í Vestmannaeyjum
Lexus RX 450h+. RX er vinsælasti Lexusbíllinn á Íslandi.  Hann fæst bæði sem tengiltvinnbíll og í Hybridútfærslu.

„Lexus bílar hafa notið vinsælda í Vestmannaeyjum frá því þeir komu á markað hér á landi árið 2000. Við leggjum okkur fram um að standast allar þær kröfur sem eigendur Lexus eiga rétt á. Þetta kann Eyjafólk að meta þannig að sambandið er gott,“ segir Elías Þór Grönvold, sölustjóri Lexus á Íslandi og bendir á að nýjustu Lexusbílarnir henti einstaklega vel í Vestmannaeyjum. 

„Til að byrja með er gaman að nefna að Lexus er með aflgjafa sem hentar öllum, sjálfhlaðandi Hybrid, Plug-in Hybrid og 100% rafmagni. Ég hef oft nefnt við Eyjamenn að líklega sé hentugast fyrir þá að vera á Plug-in Hybrid bíl, allur innanbæjarakstur er á rafmagni og enginn kvíði þegar þarf að halda í lengri ferðir en þá tekur Hybrid kerfið við þegar hleðslan klárast.“

Lexus Elli
Elías Þór Grönvold.

Helstu bílarnir sem eru seldir í dag eru Lexus RX, Lexus NX, Lexus LBX, Lexus RZ450e og Lexus UX300e. „Nýjasti meðlimur Lexus fjölskyldunnar er Lexus LBX, nettur jepplingur sem var valinn bíll ársins af bílafjölmiðlinum What car? sem eru bestu meðmæli sem ný gerð getur fengið. Glæsilegur bíll, bæði að utan og innan og hefur byrjað af krafti hér á Íslandi og mikil ánægja með hann. Lexus NX og RX eru svo Plug-in Hybrid bílar. RX er stærstur og NX númerinu minni. Gríðarlega skemmtilegir akstursbílar sem halda vel utan um ökumenn og farþega og búnir allri nýjustu tækni og öryggisbúnaði.“ 

Henta vel í Eyjum 

Elías Þór segir að Lexus leggi mikið upp úr glæsileika og gríðarlega vönduðum frágangi í einu og öllu. Einnig er hvert smáatriði úthugsað, s.s. staðsetning takka í mælaborði, útsýni ökumanns, efnisval í innréttingum o.s.frv. „Lexus á Íslandi, að  Kauptúni 6 er einn flottasti sýningarsalur landsins þar sem þjónustumóttaka o.fl. fer einnig fram.  

Að sjálfsögðu geta Lexuseigendur nýtt sér þjónustu hjá þjónustuaðilum Toyota og Lexus á Selfossi, Akureyri, Keflavík og víðar og þau skipti sem við komum til Eyja með þjónustuvikur. Hverjum og einum nýjum Lexus fylgir þriggja ára þjónusta, sjö ára ábyrgð og eins árs aðild af FÍB“. 

Elías Þór segir að Vestmannaeyjar hafi verið og verði alltaf ofarlega á blaði hjá Lexus á Íslandi. „Það er greinilegt að ykkur líkar vel við bílana sem við höfum boðið upp á í gegnum árin. Við gerum miklar kröfur til okkar sjálfra og reynum hvað við getum að fara fram úr væntingum í einu og öllu. Þetta kunna kröfuharðir viðskiptavinir okkar að meta.“ 

Fjölbreytt bílaumfjöllun er í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kemur út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vefnum. Ef þig vantar aðgang getur þú smellt hér. Ef þú vilt gerast áskrifandi getur þú smellt hér.

Lexus NX 450h+. Lipur og þægilegur sportjeppi.

Rxphevstill16x906

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.