Lögreglan leitar vitna

Lögreglan í Vestmannaeyjum birti eftirfarandi færslu á Facebook seinnipartinn í dag: Milli kl.05:00 og 06:00 í morgun var hvít sendibifreið af gerðinni M. Bens tekin ófrjálsri hendi þar sem hún stóð í stæði á Skipasandi. Var henni ekið austur Strandveg og rétt austan við gatnamót Bárustígs og Strandvegar var henni ekið á umferðarmerki og síðan var henni ekið áfram áleiðis austur á Nýjahraun. Á Skansvegi, sunnan við FES var bifreiðinni ekið út af og sat hún þar föst þegar lögregla kom á vettvang. Bifreiðin er mikið skemmd. Lögreglan biður þá sem mögulega hafi séð þegar bifreiðin var tekin, eða þegar henni var ekið á Strandveginum í morgun að hafa samband við Lögregluna í Vestmannaeyjum.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.